Harmonikkumessa sem haldin verður í Árbæjarkirkju í Holtum, sunnudaginn 14. júní kl. 14:00.
Þetta er fimmta messan sem haldin er með þessu sniði á jafnmörgum árum. Upphafsmaður að þessum viðburði var Jóhann Bjarnason á Hellu sem lést í febrúar síðastliðnum.
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir sér um guðsorðið og Harmonikufélag Rangæinga um tónlistina.
Messur þessar eru að jafnaði vel sóttar og eru skemmtileg tilbreyting frá hinu hefðbundna messuformi.