Helgistund og söngur í Skógum

Helgistund verður í Skógakirkju til að fagna sumarkomu, í kvöld kl. 20:30, líkt og hefð er fyrir.

Sóknarpresturinn, séra Haraldur M. Kristjánsson annast stundina, undirleikari er Kristín Björnsdóttir organisti frá Sólheimakoti í Mýrdal.

Eftir helgistundina verður svo efnt til söngstundar í gamla barnaskólahúsinu frá Litla-Hvammi þar sem gömlu og góðu ættjarðarlögin verða sungin af viðstöddum.

Eftir söngstundina verður kaffi á boðstólum í Samgöngusafninu á Skógum í boði þess.

Fjölmennum og eigum saman skemmtilega kvöldstund. Allir hjartanlega velkomnir.

Fyrri greinBjörgvin G: Frá höftum til hagsældar
Næsta grein„Reynum að halda áfram að koma á óvart“