Hera Björk stígur á stokk með Hr. Eydís

Hera Björk og Hr. Eydís. Ljósmynd/Aðsend

Hr. Eydís sendi frá sér nýja ábreiðu í gær með gesti sem er aldeilis ekki af verri endanum. Það er engin önnur en Eurovision-drottningin Hera Björk.

„Okkur hefur lengi langað að fá Heru í heimsókn og í ágúst tókst okkur að finna dagsetningu sem loks hentaði,“ segir Örlygur Smári í Hr. Eydís.

Lagið sem Hera Björk syngur er Don´t Go frá árinu 1982 með tvíeykinu Yazoo. Yazoo, eða Yaz eins og þau kölluðu sig í Norður-Ameríku, áttu fleiri lög sem urðu vinsæl eins og Only You og Situation. Don´t Go fór efst í þriðja sæti á breska vinsældalistanum og á topp 5 í Bandaríkjunum. Það segir mikið um gæði lagsins að það fór aftur inn á breska listann árið 2009, eða 27 árum eftir að það kom fyrst út.

„Ég man að ég heyrði þetta lag fyrst á safnplötunni Partý sem kom út árið 1982. Þetta var fjórða lagið á B-hliðinni, næsta lag á eftir Garden Party með Mezzoforte. Frábær staðsetning á íslenskri safnplötu á þessum tíma og Yazoo fór því ekki framhjá neinum sem hlustaði á plötuna. Það sem mér fannst lagið gott, enda hafði maður fram að þessu aldrei heyrt svona synthpop eins og það var kallað. Alveg nýtt á þessum tíma og brakandi ferskt!“ segir Örlygur Smári og brosir að minningunni.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinNáttúrugrið kæra virkjanaleyfi fyrir Búrfellslund
Næsta grein„Spikfeitar rollur sem hugsa bara um að bíta“