Þessa vikuna dvelur Hljómeyki í Skálholti til þess að æfa glænýtt verk eftir staðartónskáld sumarsins, Pál Ragnar Pálsson. Verkið verður flutt á tónleikum um næstu helgi.
Verkið samdi hann sérstaklega fyrir Sumartónleika, við texta úr Ljóðaljóðunum. Hljómeyki mun einnig flytja fleiri verk eftir Pál Ragnar og eru einsöngvarar á tónleikunum Hafsteinn Þórólfsson baritón og hin eistneska sópransöngkona Tui Hirv.
Tónleikar Hljómeykis og Páls Ragnars verða fluttir laugardaginn 26. júlí kl. 15 og sunnudaginn 27. júlí kl. 15. Á undan tónleikunum á laugardaginn kl. 14 mun Páll Ragnar kynna tónsmíðar sínar fyrir tónleikagestum í Skálholtsskóla.