Hljómeyki frumflytur nýtt verk eftir staðartónskáld sumarsins, Stefán Arason, í Skálholti um helgina og Elfa Rún og þýski semballeikarinn Elina Albach flakka á milli 17. og 21. aldar.
Tónleikar þeirra bera yfirskriftina Contiuum eftir samnefndu verki eftir Ligeti, en einnig verða á dagskrá tónleikanna verk eftir J.S. Bach, G.A.P. Mealli, James Dillon og Sciarrino.
Þær Elfa Rún og Elina koma fram fimmtudaginn 9. júlí kl. 20 og laugardaginn 11. júlí kl. 17.
Hljómeyki frumflytur verk Stefáns ásamt fleiri eldri verkum eftir hann laugardaginn 11. júlí kl. 17. Efnisskrá þessara tónleika inniheldur helstu kirkjulegu kórverk Stefáns Arasonar, skrifuð á tímabilinu 2003-2015. Tónleikarnir verða endurteknir sunnudaginn 12. júlí kl. 15.
Dagskrá:
Fimmtudagur 9. júlí
20:00
Continuum
Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari, og Elina Albach, semballeikari, flakka á milli 17. og 21. aldar og leika tónlist eftir J.S. Bach, G.A.P. Mealli, James Dillon og Sciarrino.
Laugardagur 11. júlí
14:00
Stefán Arason, staðartónskáld
Kynning í Skálholtsskóla á nýju verki Stefáns sem frumflutt verður 11. júlí kl. 15:00.
15:00
Syngið nýjan söng!
Kammerkórinn Hljómeyki frumflytur nýtt verk eftir staðartónskáld Sumartónleika, Stefán Arason, ásamt eldri kirkjulegum kórverkum eftir hann.
17:00
Continuum
Dagskrá endurtekin frá fimmtudegi 9. júlí.
Sunnudagur 12. júlí
15:00
Syngið nýjan söng!
Dagskrá endurtekin frá laugardegi 11. júlí.