Í kvöld kl. 20 mun Sönghópurinn Hljómeyki undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar flytja Kórkonsert eftir Alfred Schnittke í Skálholtskirkju.
Kórkonsert (1984/1985) eftir A. Schnittke (1934- 1998) er eitt af merkustu kórverkum seinni hluta 20. aldar. Hann er skrifaður fyrir blandaðan kór (án undirleiks). Verkið er í fjórum köflum og er texti verksins sóttur í mikinn kvæðabálki eftir armenska skáldið Gregory frá Narek (951 – 1003) en textinn er þýddur yfir á rússnesku af Naum Grebnev.
Heyra má í verkinu áhrif frá tónlist rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar en einnig gætir áhrifa frá armenskri tónlist, en fyrst og fremst ber tónlistin höfundi sínum gott vitni og gerir miklar kröfur til flytjendanna.
Aðgangur er ókeypis.