Hörmungarlagið Drive með Cars

Hr. Eydís í hljóðstofu sinni á Youtube.

Föstudagslagið með Hr. Eydís þessa vikuna er lagið Drive með bandarísku hljómsveitinni Cars. Lagið kom út í júlí árið 1984 og varð fljótt vinsælasta lag hljómsveitarinnar og Drive fór alla leið upp í 3. sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum.

Flestir sem muna eftir laginu tengja það hins vegar við Live Aid-tónleikana sem fóru fram sumarið 1985. Lagið var flutt af Cars á Live Aid, en það sem sat eftir hjá áhorfendum var ekki flutningur hljómsveitarinnar. Lagið var notað undir mjög erfiðu myndbandi sem sýndi hræðilega hungursneyð í Eþíópíu og lét engan ósnortinn.

Lagið varð af þessu tilefni feykivinsælt aftur ári síðar, sumarið 1985 og klifraði upp vinsældalista víða um heim.

„Maður gleymir aldrei þessu myndbandi sem sýnt var á Live Aid. Lagið fær mann enn, eftir öll þessi ár, til að hugsa um hörmungarnar í Eþíópíu á þessum tíma,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís og bætir við „en lagið Drive er líka mjög gott, fallega og smekklega útsett með þessum dásamlega 80´s hljóm.“

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

https://www.youtube.com/watch?v=yKZwq7ojMf8

Fyrri greinAldís ráðin verkefnastjóri hjá UMFÍ
Næsta greinSigurinn aldrei í hættu