Í kvöld klukkan 20 verða hrekkjavöku orgeltónleikar í Skálholtsdómkirkju, þar sem Jón Bjarnason kantororganisti í Skálholti ætlar að þenja orgelið með „hræðilegum“ lögum.
Jón ætlar að spila óhugnaleg lög, eða lög sem tengja má við hrekkjavöku. Þar má nefna Toccötu og fúgu Bachs í d-moll, This is Halloween úr Nightmare Before Christmas, stefið úr Addam’s family og margt fleira í þeim dúr… eða moll. Jafnvel má búast við því að óperudraugurinn láti sjá sig.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Hægt er að leggja beint inn á Flygilsjóð Skálholtsdómkirkju með millifærslu: 0133-15-1647, kt 610172-0169.