Hrafnhildur Inga í Gallerí Fold

Í dag kl. kl. 15 opnar Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir sýninguna Strauma í Gallerí Fold.

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir er fædd á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp. Hún stundaði myndlistarnám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1978 og 1979, Myndlista og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands 1980-1984 og lauk þaðan prófi í grafískri hönnun.

Árin 1999 og 2000 bætti hún við sig námi í olíumálun í Myndlistarskóla Kópavogs. Þetta er tólfta einkasýning Hrafnhildar og hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér og erlendis þar á meðal í Vilnius, Barcelona og New York.

Hægt er að skoða sýninguna á www.myndlist.is.

Fyrri greinHvítárbrú formlega opnuð
Næsta greinLeitað að vitnum vegna líkamsárásar