Hrafnhildur Inga sýnir í Gallery Listaseli

Hrafnhildur við málverkið Fjallabak.

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir opnar sýningu á nýjum olíumálverkum í Gallery Listaseli í miðbæ Selfoss, laugardaginn 30. nóvember næstkomandi.

Hrafnhildur Inga er fædd á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar upp, þar sem opið hafið mætir ströndinni. Þar kynntist hún kröftum náttúrunnar, sem eru hennar helsti innblástur.

Hún útskrifaðist árið 1984 frá Listaháskóla Íslands og eftir 15 ára starfsferil í auglýsingaiðnaðinum sneri hún sér að málverki árið 2000. Síðan þá hafa verk Hrafnhildar Ingu hlotið mikla viðurkenningu og verið sýnd á fjölmörgum einkasýningum á Íslandi og erlendis. Einnig hefur hún tekið þátt í ýmsum samsýningum og listmessum í Evrópu og Bandaríkjunum.

Opnunin á sýningu Hrafnhildar Ingu í Galleryý Listaseli er kl. 14-16 á laugardag. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar. Sýningin stendur út desember.

Álfadans, eitt málverka Hrafnhildar Ingu.
Fyrri greinNotalegir jólatónleikar með léttu gríni
Næsta greinLeiðtogakappræður á Sviðinu