Hreint hjarta með fjórar tilnefningar

Heimildarmyndin Hreint hjarta eftir Grím Hákonarson fær fjórar tilnefningar til Edduverðlaunanna en tilkynnt var um tilnefningarnar í dag.

Myndin, sem fjallar um sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson, sóknarprest á Selfossi, er tilnefnd sem besta heimildamyndin, Grímur er tilnefndur sem besti leikstjórinn auk þess sem hann er tilnefndur ásamt Steinþóri Birgissyni fyrir bestu klippinguna. Þá er Hallvarður Ásgeirsson tilnefndur fyrir tónlistina í myndinni.

Fleiri Sunnlendingar eru tilnefndir; Pétur Einarsson fær tilnefningu fyrir besta hljóð í Pressu 3 og Sara Dögg Ásgeirsdóttir er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir frammistöðu sína í sömu þáttum.

Fyrri greinIngunn tekur við Matarsmiðjunni
Næsta greinÞrjú atriði áfram í USSS