Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands hélt stórskemmtilega aðventutónleika í hátíðarsal skólans á Selfossi í kvöld. Fullt var út úr dyrum á tónleikana og raunin sú að tenórarnir áttu fullt í fangi með að bæta við stólum í salinn í upphafi kvöld.
Efnisskrá tónleikanna var fjölbreytt, jólalög frá öllum heimshornum ásamt íslenskum dægurlögum. Fjöldi einsöngvara úr röðum kórsins steig á stokk auk þess sem kórfélagar léku undir á hin ýmsu hljóðfæri. Meðal annars var leikið undir á bjöllur og hrifust gestir af flutningnum.
Hátt í fjörutíu söngvarar eru í Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands en stjórnandi hans er Stefán Þorleifsson.





