Hollráð Hugos eftir Hugo Þórisson er mest selda bókin í Sunnlenska bókakaffinu dagana 14.-20. desember.
Í 2. sæti á metsölulistanum er Kanill eftir Sigríði Jónsdóttur, sem hoppar upp um þrjú sæti og veltir hún Gunnari Marel Hinrikssyni og ljósmyndabókinni Selfoss niður í þriðja sætið.
Fyrra bindi ævisögu Sigurðar dýralæknis kemur aftur inn á listann í 4. sæti og ferðabók Jónasar Kristjánssonar, Þúsund og ein þjóðleið kemur sömuleiðis aftur inn og er í 5. sæti.
Þar fyrir neðan eru Gamlinginn eftir Jonas Jonasson, Bláklukkur Guðrúnar Valdimarsdóttur, Sómamenn og fleira fólk eftir Braga Kristjónsson, Málverk Ólafs Jóhanns Ólafssonar og Brakið eftir Yrsu Sigurðardóttur.