Hulda fékk styrk úr minningarsjóði Jacquillat

Hulda Jónsdóttir, fiðluleikari frá Hveragerði, hlaut nýverið styrk úr Minningarsjóði um franska hljómsveitarstjórann Jean-Pierre Jacquillat

Styrkurinn var veittur við hátíðlega athöfn í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar.

Hulda lauk í vor BA-gráðu í fiðluleik frá Juilliard-listaháskólanum í New York og hefur meistaranám við sama skóla í haust. Hulda hefur komið fram á tónleikum víða um heim, meðal annars í Noregi, Sviss, Bandaríkjunum og Mexíkó, en hún er tuttugu og eins árs gömul.

Hulda hefur í nógu að snúast þangað til hún fer aftur út til Bandaríkjanna um miðjan ágúst. Stærstu verkefnin eru tónleikar í Sigurjónssafni 30. júlí og í Salnum í Kópavogi 11. ágúst.

Fyrri greinTónleikar á bryggjunni í kvöld
Næsta greinVel heppnað námskeið hjá Dagnýju