Getur þú, lesandi góður, sagt okkur eitthvað um þessa mynd? Hvar er hún tekin og hvenær, hverjir og hvað er á myndinni og annað?
Myndin er úr safni Þorsteins Jósepssonar, ljósmyndara, en á Safnahelgi 4.-6. nóvember verður greiningarsýning á myndum hans í Húsinu á Eyrabakka.
Þorsteinn (1907-1967) var mikilsvirtur landslagsljósmyndari sem ferðaðist um allt Ísland í ljósmyndaleiðöngrum sínum. Eftir hann liggur mikið af þjóðlífmyndum.
Alls verða um 500-600 myndir á sýningunni frá árunum 1940-65. Sýningin er haldin í samstarfi við Ljósmyndasafn Íslands í Þjóðminjasafni.
Upplýsingar má senda á linda@husid.com eða hringja í Byggðasafn Árnesinga í síma 483 1082.
Þess má geta að fleiri myndir frá Þorsteini birtast í Sunnlenska fréttablaðinu þessar vikurnar.
TENGDAR FRÉTTIR:
Hvar var Þorsteinn? – I
Hvar var Þorsteinn? – II