Föstudagskvöldið 1. mars frumsýnir Leikfélag Hveragerðis hinn sprenghlægilega farsa „Með vífið í lúkunum“ eftir breska leikskáldið Ray Cooney. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir.
Leikritið hefur verið staðfært og fjallar um leigubílstjórann Jón Michelsen sem býr bæði á Selfossi og í Hveragerði með tveimur konum, einni á hvorum stað án þess að önnur viti af hinni.
Leikarar í sýningunni eru átta talsins en með helstu hlutverk fara Davíð Kárason, Hrafnhildur Faulk og Árný Rún Helgadóttir.
Sýnt eru í Leikhúsinu Austurmörk 23.