Næstu tónleikar tónlistarhátíðarinnar Englar og menn í Strandarkirkju verða sunnudaginn 10. júlí næstkomandi klukkan 14:00.
Á tónleikunum koma fram söngsystkinin Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Þorbjörn Rúnarsson tenór ásamt Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara.
Yfirskrift tónleikanna er Í fögrum dal en á efnisskrá þeirra eru íslensk sönglög og dúettar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Árna Thorsteinsson, Sigfús Einarsson, Jón Nordal, Karl O. Runólfsson og Jóhann G. Jóhannsson auk óperutónlistar eftir G. Bizet, A. Dvorak, W. A. Mozart og G. Verdi.
Aðgangseyrir er kr. 3.500,- en tónlistarhátíðin er styrkt af Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga og Tónlistarsjóði.