Íslandsvinur vildi ekki gefa lagið út

Hr. Eydís og Erna Hrönn í hljóðstofu hljómsveitarinnar.

Hr. Eydís ásamt Ernu Hrönn gefa út nýja ´80s ábreiðu í dag. Lagið er frá gömlum Íslandsvinum, en hljómsveitin The Human League kom fram í Laugardalshöll á Listahátíð sumarið 1982 þá nýbúin að eiga eitt allra stærsta lagið fyrr um veturinn.

Lagið Don´t You Want Me er af plötunni Dare sem kom út í október 1981 og var fjórða smáskífan sem var gefin út af plötunni. Reyndar var það söngvaranum Philip Oakey mjög á móti skapi að lagið kæmi út sem smáskífa, hann virtist skammast sín fyrir lagið og útgefandinn mátti í raun þakka fyrir að lagið væri yfir höfuð á plötunni. En útgefandinn hlustaði sem betur fer ekki á Oakey og gaf það engu að síður út sem smáskífu og viti menn, smáskífan seldist best allra það árið og það þrátt fyrir að hafa komið út nánast í lok ársins 1981. Dont´You Want Me fór á toppinn bæði á Bretlandseyjum og í Bandaríkjunum og heyrist oft enn í dag enda er lagið mjög gott.

„Ég man þegar ég heyrði þetta lag í fyrsta skipti, en það var heima hjá Adda Texas, vini okkar Begga bróður. Hefur verið rétt fyrir Listahátíð 1982 og ég alveg að verða 11 ára. Ég man enn í dag hvað mér þótti þetta gott lag og í kjölfarið kepptist maður við að taka það upp úr Lögum unga fólksins á segulbandstækið sem ég hafði flutt með mér heim frá Svíþjóð árinu áður,“ segir Örlygur Smári söngvari og gítarleikari Hr. Eydís.

Rás Hr. Eydís á Youtube

Hr. Eydís á Instagram

Hr. Eydís á Facebook

Hr. Eydís á Tik Tok

Fyrri greinBætt heilbrigðisþjónusta er forgangsmál
Næsta greinViðvaranir í gildi fram á laugardag