Þórhildur Örvarsdóttir, söngkona og Helga Kvam, píanóleikari halda tónleika í Hvolnum á Hvolsvelli fimmtudaginn 10. ágúst kl. 20. Yfirskrift tónleikanna er „Íslenskar söngperlur í áranna rás“.
Á dagskrá eru íslenskar söngperlur allt frá Sigvalda Kaldalóns til Megasar.
Þórhildur og Helga hafa starfað saman í nokkur ár og eru báðar í kvennahljómsveitinni Norðlenskar konur í tónlist. Þær opnuðu tónleikaröð Listasumars á Akureyri með dagskránni Íslenskar söngperlur í áranna rás fyrir fullum sal.
Þórhildur og Helga eru þekktar fyrir einstakan samhljóm og skemmtilega sviðsframkomu og er óhætt að lofa góðri kvöldstund þar sem íslensku söngperlurnar í gegnum árin munu draga fram minningar þeirra sem á hlýða.
Miðaverð er krónur 2.500 við innganginn.