Jakob las 20.287 blaðsíður

Sumarlestri Bókasafns Ölfuss er lokið en 40 krakkar á grunnskólaaldri tóku þátt í lestrinum.

Þema sumarsins var 60 ára afmæli Þorlákshafnar og af því tilefni var farið í fyrirtækjaheimsóknir í Atlantshumar og Kuldabola á skemmtidegi í júní.

Þann 16. júlí fengu krakkarnir heimsókn til sín á bókasafnið þar sem Ingveldur Pétursdóttir sagði þeim frá æskuárum sínum í Þorlákshöfn. Dregið var úr sumarlestrinum þann 27. júlí og fengu krakkarnir bókaverðlaun.

Sá sem las flestar blaðsíður og bækur í sumar var Jakob Unnar Sigurðarson í 5. bekk. Hann las 20.287 blaðsíður í 85 bókum. Þetta er annað árið í röð sem hann vinnur í sumarlestrinum.

Allir krakkarnir fengu svo viðurkenningarskjal þar sem árangur sumarsins kom fram en heildarlesturinn var 49.027 blaðsíður í 476 bókum.

Á vef sveitarfélagsins kemur fram að árangur krakkana var með eindæmum góður og verður vonandi til þess að hvetja þau og aðra krakka áfram í lestri.

Fyrri greinAndlát: Svanur Kristjánsson
Næsta greinBókaútlánum fækkar mikið á Stokkseyri