Jólabingó á Borg

Jólabingó Kvenfélags Grímsneshrepps verður í dag kl. 15 í Félagsheimilinu Borg.

Veglegir vinningar eru í boði og má m.a. nefna jólahlaðborð fyrir tvo á Hótel Selfossi, Hótel Geysi og Ferðaþjónustunni Vatnsholti, gjafabréf á veitingar í Tryggvaskála, jólasteik frá Ormsstöðum, veitingar frá Pylsuvagninum, sælgæti frá Innnes, þrif á bílinn í Sápustöðinni, klipping frá Bylgjum og börtum, vinningar frá Nettó, Húsasmiðjunni og margt fleira.

Aðgangseyrir er 1.000 kr. og innifalið er heitt súkkulaði og meðlæti og eitt bingóspjald, aukaspjald er á kr. 500.-

Allur ágóði rennur í Sjóðinn góða hjá Rauða krossinum í Árnessýslu. Sjóðurinn góði aðstoðar þá sem höllum fæti standa í aðdraganda jóla.

Kvenfélagskonur vonast eftir að sjá sem flesta hressa og káta með klink og seðla til styrktar góðu málefni.

Fyrri greinSunnlenska bókakaffið með níu titla
Næsta greinSamræður á sunnudegi í LÁ