Jólabókastemningin heldur áfram í Bókakaffinu á Selfossi en á fimmtudagskvöldið 15. desember mæta þar úrvalshöfundar og lesa úr jólabókum. Húsið verður opnað kl. 20 og lestur stendur frá 20:30 til 21:30. Einstök jólastemning með kakói og piparkökum.
Þeir sem lesa að þessu sinni eru: Þórarinn Eldjárn með bók sína Tættir þættir. Guðrún Jónína Magnúsdóttir les úr fjölskyldusögunni Álfadal. Stefán Jón Hafstein er með bókina Heimurinn eins og hann er. Ingi Markússon sem les úr framtíðarsögunni Skuggabrúnni. Óttar Guðmundsson með pistlabókina Það blæðir úr þjóðarsálinni. Og síðast en ekki síst Dagný Dís Jóhannsdóttir sem kynnir bókina Vinátta án landamæra eftir hana sjálfa og Ernu Marsibil Sveinbjarnardóttur.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.