Það er orðin löng hefð fyrir alvöru jóladjazzi á Selfossi. Í ár verður enginn breyting á því en Tryggvaskáli hefur hýst jazzinn undanfarin ár, í alúðlegu umhverfi vertans.
Í ár kemur fram engin önnur en Unnur Birna Björnsdóttir ásamt Jólakvartett sínum. Unnur er í dag ein af okkar allra fremstu söngkonum í ofanálag er hún fiðluleikari á heimsmælikvarða. Hún verður svo sannarlega ekki ein en með henni koma fram hinn göldrótti Pálmi Sigurhjartarson sem mun leika á pianó, Gunnar Jónsson hirðtrommari Sunnlendinga og Sigurgeir Skafti mun leika á bassa eins og oft áður.
Hópurinn hefur nú þegar gefið út splúnkunýtt Jólalag, Hátíðarfiðring sem má heyra á öldum ljóvakans og á streymisveitum. Prógrammið á þessum einstöku tónleikum, korter í jól, verður í senn hátíðlegt, djazzað, afslappað og umfram allt skemmtilegt.
Miðar eru seldir í Tryggvaskála og við hurð ef ekki verður uppselt. Takmarkað miðamagn. Tónleikar hefjast klukkan 20:00.