Jólamessur í Flóahreppi

Um jólin verður messað í Hraungerðiskirkju og Laugardælakirkju á jóladag og í Villingaholtskirkju á öðrum degi jóla.

Hátíðarmessa verður kl. 11 á jóladag í Hraungerðiskirkju í Flóa. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Söngkór Hraungerðis- og Villingaholtssókna leiðir sönginn. Organisti er Ingi Heiðmar Jónsson.

Hátíðarmessa verður svo í Villingaholtskirkju á öðrum degi jóla, 26. desember, kl. 11. Söngkórinn leiðir þar líka sönginn undir stjórn Inga Heiðmars en prestur er sr. Axel Njarðvík.

Jólamessa í Laugardælakirkju verður á jóladag kl. 14. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson og organisti Ingi Heiðmar Jónsson.

Fyrri greinHeilsárshótel í Vík 2015
Næsta greinFjöldinn svipaður og síðustu ár