Jólasamvera í Listasafninu

Það verður jólasamvera í Listasafni Árnesinga eftir hádegi í dag á síðasta opnunardegi safnsins á árinu.

Kl. 12 verður einn gluggi jóladagatals Hveragerðis opnaður við innganginn. Kl. 14-16 leiðbeinir Guðrún Tryggvadóttir myndlistarmaður við gerð jólaskrauts úr fundnu efni. Guðrún er hugmyndasmiður jóladagatals Hveragerðisbæjar og mun segja frá táknunum sem prýða það.

Kl. 15-16 koma jólasveinar í heimsókn, taka þátt í dagskránni og taka lagið og kl. 16-17 segir Njörður Sigurðsson sagnfræðingur frá jólasögum og ljóðum sem líka verða sungin.

Kaffi, heitt súkkulaði og piparkökur. Allir velkomnir, aðgangur og þátttaka ókeypis.

Listasasfnið verður opnað á ný með nýrri sýningu 24. janúar 2015.

Fyrri greinSveinunum fagnað eins og rokkstjörnum
Næsta greinSækja ferðafólk inn í Landmannalaugar