Í dag kl. 16 verður árleg jólastund eldriborgaratónlistarbandsins Tóna og Trix haldin í Ráðhúsi Þorlákshafnar.
Á jólastundinni munu Tónar og Trix fá góða gesti, en þar mun yngri barnakór Grunnsskóla Þorlákshafnar koma fram, nemendur úr Tónlistarskóla Árnesinga og einnig hafa jólasveinar ásamt mömmu sinni, henni Grýlu boðað komu sína.
Eins og venjulega mun verða boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur ásamt ríflegum skammti af gleði í hjarta.
Aðgangseyrir er 1.000 krónur en frítt fyrir börn yngri en 12 ára.
Verið innilega velkomin.