Jólasveinagluggarnir í Ölfusi opna á morgun

Ljósmynd/Hafnarfréttir

Skemmtilegur fjölskylduleikur verður í Þorlákshöfn á aðventunni en þar í bæ má nú finna þrettán fallega skreytta jólasveinaglugga.

Hver gluggi táknar ákveðinn jólasvein og felst getraunin í að giska á heiti jólasveinsins. Í jólasveinagluggunum má líka finna orð sem sem raða þarf í rétta röð og þá birtist fræg jólavísa.

Þjónustuaðilar í bænum skreyttu jólasveinagluggana og á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvar má finna jólasveinaglugga eftir númerum. Lausnina á svo að senda á jmh@olfus.is eða koma með hana bæjarskrifstofuna fyrir 12. janúar 2024.

Einnig er tilvalið að spreyta sig líka í Snjalla ratleiknum í Skrúðgarðinum, þar sem eru 13 Þollósveinar og spurningar fyrir alla fjölskylduna.

Fyrri greinVerslum í heimabyggð
Næsta greinÞór Þorlákshöfn sigraði sveitakeppnina