Jólasveinarnir koma á Selfoss

Jólasveinarnir mæta á Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Laugardaginn 14. desember klukkan 16:00 munu jólasveinarnir úr Ingólfsfjalli koma til byggða og heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á Brúartorgi í miðbæ Selfoss.

Vonast sveinarnir til að sem flestir komi og taki þátt í gleðinni og setji upp jólasveinahúfurnar í tilefni dagsins.

Ungmennafélag Selfoss mun aðstoða jólasveinana fyrir þessi jól eins og undanfarin ár og verða þeim innan handar með að taka niður pantanir á jólaböll eða vinnustaðaheimsóknir. Nánari upplýsingar og pantanir eru í síma 482-4822 eða á netfangið umfs@umfs.is.

Fyrri greinSegja RARIK og Landsnet sýna vítavert skeytingarleysi
Næsta greinBesta rekstrarár í sögu Ölfuss framundan