Þriðjudaginn 17. desember 2019 kl. 20:00 verða haldnir jólatónleikar í Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð.
Flutt verður falleg jóla- og aðventutónlist, ásamt Vetrinum eftir A. Vivaldi og þáttum úr Jólaóratóríu J.S. Bachs.
Flytjendur á tónleikunum eru söngkonurnar Aðalheiður Margrét Gunnarsdóttir og Þórunn Elfa Stefánsdóttir, Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Guðjón Halldór Óskarsson orgelleikari. Kirkjukór Breiðabólstaðarprestakalls syngur og fá kirkjugestir að taka þátt í söngnum.
Aðgangur er ókeypis.