Í dag kl. 16 mun Suðurland FM flytja upptöku frá jólatónleikunum Hátíð í bæ sem fram fóru nú í desember.
Tónleikarnir verða einnig fluttir á jóladag en það eru Hátíðarmolarnir frá Freyju sem kosta útsendinguna.
Á gamlársdag fer svo fram hinn sunnlenski annáll þar sem þingmenn, sveitastjórnamenn og fjölmiðlamenn Suðurlandsins fara yfir árið sem senn er á enda. Einnig verður þá opinberað valið á Sunnlendingi ársins sem stendur yfir næstu daga á Suðurland FM.