Tónleikar í tónleikaröðinni „Jólin alls staðar“ verða haldnir í Selfosskirkju í kvöld kl. 21. Þar eru Regína Ósk, Guðrún Árný, Guðrún Gunnars og Jógvan í fararbroddi.
Hópurinn hefur ferðast um landið í þessari viðamestu tónleikaferð ársins og komið fram á hátt í tuttugu tónleikum frá því í lok nóvember. Þetta eru einstaklega ljúfir og fallegir tónleikar þar sem mestmegnis eru flutt gömlu góðu jólalögin sem við ólumst öll upp við.
Miðasala er í fullum gangi á midi.is en lausir miðar verða seldir við innganginn allt að tveimur klukkustundum fyrir tónleika.
Í tilefni af tónleikaröðinni hefur verið gefin út geislaplata sem inniheldur flest laganna á tónleikunum.