Jólin kvödd á Selfossi

Þrettándagleði á Selfossi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Jólin verða kvödd á Selfossi með glæsilegri þrettándagleði mánudaginn 6. janúar. Gleðin verður með hefðbundnu sniði og sér Ungmennafélag Selfoss um framkvæmdina í samvinnu við Sveitarfélagið Árborg.

Að vanda verður farin blysför frá Tryggvaskála kl. 20:00 að brennustæði á tjaldstæði Gesthúsa þar sem kveikt verður í þrettándabálkesti. Jólasveinarnir kveðja og álfar og tröll mæta á svæðið. Þá verður glæsileg flugeldasýning í góðri samvinnu við Björgunarfélag Árborgar.

Í tilkynningu frá Ungmennafélagi Selfoss segir að gaman væri að sjá sem flesta bæjarbúa í trölla-, álfa eða jólasveinabúningum og fólk er hvatt til að fylgjast með fréttum ef veðurspáin lítur illa út.

Fyrri grein„Við munum berjast gegn þessari bókun“
Næsta greinBetra að búa til vana og rútínu frekar en að strengja áramótaheit