Jón tekur aftur við óskalögum við orgelið

Kantorinn Jón Bjarnason, organisti í Skálholtsdómkirkju.

Tónleikar Jóns Bjarnasonar organista í Skálholtsdómkirkju, Óskalögin við orgelið, hafa notið mikilla vinsælda. Jón sest aftur við orgelið miðvikudagskvöldið 26. júní kl. 20 og leikur af fingrum fram það sem gestir vilja heyra.

Viðburðinn hefur vakið mikla lukku hjá þeim sem hafa mætt í þessar stundir en fólk getur valið úr rúmlega 100 laga lista og hægt verður að fylgjast með texta á skjá svo hægt sé að syngja með.

Aðgangur er ókeypis en tekið er á móti frjálsum framlögum í Flygilsjóð Skálholtsdómkirkju. Hægt er að leggja beint inn á sjóðinn með millifærslu: 0133-15-1647, kt 610172-0169.

Verið velkomin og takið endilega afa og ömmur, börn og barnabörn með, öll munu finna eitthvað við sitt hæfi.

Veitingastaðurinn Hvönn er opinn og um að gera að fá sér veitingar þar í tengslum við viðburðinn.

Fyrri greinFramtíðaruppbygging heilsugæsluþjónustu HSU í uppsveitum Suðurlands
Næsta greinSkráning hafin í firmakeppni SSON