Jónas með fimm tilnefningar – kjóstu besta myndbandið

Jónas Sigurðsson fékk fimm tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna en þær voru kynntar í dag. 

Plata Jónasar Sig, Milda hjartað, er tilnefnd sem plata ársins í flokki popptónlistar og Jónas er tilnefndur sem lagahöfundur ársins og textahöfundur ársins. Þá er Óskar Guðjónsson tilnefndur sem upptökustjóri ársins fyrir Milda hjartað og Jónas fær einnig tilnefningu fyrir besta plötuumslag ársins.

Fleiri Sunnlendingar eru tilnefndir til verðlauna. Hljómsveitin Benny Crespo’s Gang fær tilnefningu fyrir bestu rokkplötuna, Minor Mistakes, og lagið Another Little Storm af þeirri plötu er tilnefnt sem rokklag ársins.

Þá fær Magnús Öder tilnefningu fyrir hljóðblöndun á plötu Valdimars, Sitt sýnist hverjum.

Eiður á eitt af myndböndum ársins
Eiður Birgisson fær tilnefningu fyrir tónlistarmyndband ársins en hann leikstýrði myndbandi Herra Hnetusmjörs við lagið Fóbó.

Í umsögn dómnefndar segir að þarna sé á ferðinni frábært myndband og virkilega vel hugsað og skotið. „Maður fær það á tilfinninguna að maður sé að horfa á erlenda spennumynd. Skemmtileg saga með trylltum “slow motion” senum!“

Myndbandið má sjá hér að neðan en hægt er að taka þátt í kosningunni um myndband ársins hér.

Fyrri greinSkráning hafinn í Frjálsíþróttaskólann
Næsta greinTinna nýr formaður KFR