Jónsmessuhátíð í Hveragerði

Norræna félagið í Hveragerði stendur fyrir Jónsmessuhátíð við eldstæðið í lystigarðinum í Hveragerði á milli kl. 13 og 18 í dag.

Jónsmessuhátíðinni er ætlað að minna á tengslin við önnur Norðurlönd og gefa fólki tækifæri til að upplifa brot af menningunni sem ríkir þar, en um leið eru séríslensk einkenni höfð í heiðri.

Kl. 13 verður reist miðsumarstöng að sænskum sið undir söng barna af leikskólanum Undralandi og harmonikkuleik Karls Jónatanssonar. Heiða Margrét Guðmundsdóttir stýrir söngnum.

Sjálfboðaliðar á vegum félagsins sjá um að gefa vegfarendum kræsingar sem einkenna danskar útileguhefðir og finnskar jólahefðir.

Fyrri greinSkátadagskrá og tónleikar með Valgeiri
Næsta greinFornbílamót í frábæru veðri