Vortónleikar Jórukórsins verða tvennir að þessu sinni. Þeir fyrri í Selfosskirkju þann 6. maí kl. 20:00 og þeir síðari í Skálholtsdómkirkju þann 9. maí kl. 20:30.
Þetta eru fyrstu tónleikar Jórukórsins undir stjórn Gísla Jóhanns Grétarssonar, sem tók við stjórn kórsins í byrjun árs. Píanóleikari er Ragnar Jónsson og einsöngvarar koma úr röðum kórsins. Efnisskráin verður fjölbreytt að venju; ný og gömul kórverk í bland við dægurlög og popplög.
Miðaverði er stillt í hóf, 2.500 kr í forsölu hjá kórkonum, 3.000 kr við innganginn og frítt fyrir 14 ára og yngri.