Þriðji menningarviðburður októbermánaðar í Árborg verður í kvöld kl. 20:00 í Hótel Selfossi. Þá verður saga KÁ smiðjanna eða Verkstæðis KÁ rifjuð upp í máli og myndum.
Guðni Ágústsson mun stýra kvöldinu en auk sögulegrar yfirverðar bræðranna Þorsteins Tryggva og Más Mássona verða tónlistaratriði og sýnd myndbönd með viðtölum við gamla starfsmenn smiðjanna sem og myndir frá tímum smiðjanna.
Húsið opnar kl. 19:30 en frítt er inn á viðburðinn í boði Sveitarfélagsins Árborgar.