Skemmtilegu jólabókakvöldin í Bókakaffinu byrja nú á fimmtudaginn kemur, þann 30. nóvember. Tilboð á bókum og notaleg jólastemmning við kertaljós og kakódrykkju. Húsið er opnað kl. 20 og upplestur stendur frá 20:30-21:30.
Þau sem mæta að kvöldi 30. nóvember eru: Harpa Rún Kristjánsdóttir með ljóðabókina Vandamál vina minna. Kristján Pálsson sem ritað hefur Sögu Hnífsdals. Gunnlaugur Ó. Johnson með bráðfyndna minningabók sína sem heitir Sannar sögur af einhverjum helvítis kalli í Mosfellsbæ. Páll Biering með Sjálfshjálparbók hjálparstarfsmannsins. Gísli Jökull Gíslason með prósabókina Hugleiðingar þar sem miðaldra íslenskur gagnkynhneigður karlmaður lítur yfir farinn veg. Sigurrós Þorgrímsdóttir sem kynnir sögu baráttukonunnar Katrínar Pálsdóttur.