Sumarið 2023 var Kammerkór Tónskóla Mýrdalshrepps stofnaður af Alexöndru Chernyshovu, óperusöngkonu, tónskáldi og tónskólastjóra í Vík.
Til að byrja með voru fjórtán í kammerkórnum á fyrsta skólaárinu en kórinn stækkaði á þessu ári og í dag eru tuttugu og tveir söngvarar: tíu sópranar, sjö alt, tveir tenórar og þrír bassar.
Framundan hjá kammerkórnum eru tónleikar sem heita Sumardagurinn fyrsti á menningarhátíðinni Vor í Vík. Tónleikarnir verða haldnir á sumardaginn fyrsta kl 15:30 í Víkurkirkju. Húsið opnar kl. 15:00.
Á þessum tónleikunum verða lög eftir íslensk tónskáld í bland við þekkt erlent tónskáld. Einsöngvarar á tónleikunum eru Einar Freyr Elínarsson og Jónas Erlendsson. Undirleikarar eru píanóleikarinn Einar Bjartur Egilsson, Orri Guðmundsson gítarleikari og Alvaro Sanchez á rafmagnsgítar. Alexandra Chernyshova stjórnar kammerkórnum og syngur einnig einsöng Summetíme úr óperunni Porgy and Bess eftir Georg Gershwin. Í tilefni sumardagsins fyrsta verður frumflutt ljóðatónverk eftir Kolbrúnu Hjörleifsdóttur.
Tónlistarskólanemendur Tónskóla Mýrdalshrepps ásamt tónlistarkennurum munu flytja við upphafi tónleikanna lagið Óður til gleðinnar eftir Ludwig van Beethoven. Það verður ókeypis aðgangur á tónleikana en frjáls framlög er velkomin í ferðasjóð Kammerkórsins, sem fer í sína fyrstu menningarsöngferð til Ítalíu í sumar.
Kammerkórinn starfar undir faglegri stjórn Alexöndru og æfir einu sinni í viku í sal tónskólans. Einu sinni í mánuði er æfing annars staðar en í tónskólanum t.d. hefur kórinn æft í Hótel í Vík og á Hótel Kötlu, í Víkurkirkju, Leikskálum og Íþróttamiðstöðinni í Vík og á síðusta ári voru einnig söngæfingar í Dyrhólaeyjavitanum og bátasafninu í Vík.
Kórinn mun einnig koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Vík í Mýrdal þann 1. maí.