Karlakór Hveragerðis er nú að hefja fimmta starfsárið sitt og býður nýja félaga hjartanleg velkomna í kórinn.
Aðalfundur kórsins verður haldinn miðvikudagskvöldið 30. september og fyrsta æfing vetrarins verður viku síðar, eða miðvikudagskvöldið 7. október.
Nýir menn eru boðnir velkomnir á æfinguna, miðvikudagskvöldið 14. október klukkan 19:30 en það verður sérstök nýliða æfing þar sem nýir félagar fá kynningu á kórnum og verða síðan raddprófaðir – og þar er ekkert að óttast að sögn Heimis Arnar Heiðarssonar, formanns kórsins.
Stjórnandi og undirleikari kórsins er Örlygur Atli Guðmundsson, sem hefur það markmið að kórinn syngi helst bara létt og skemmtileg lög. Þá má geta þess að kórinn stefnir á söngferð til útlanda haustið 2021 en haustið 2019 fór kórinn í stórskemmtilega ferð til Ítalíu.