Rödd þjóðarinnar mun hljóma í Sunnlenska bókakaffinu á föstudagskvöld þegar efnt verður til karókíkvölds.
Efnt verður til stærsta söngmóts Íslandssögunnar með karókísöng um allt land. Óskin er einföld: Náttúruauðlindir Íslands í eigu og lögsögu almennings!
Á Selfossi verður sungið í Sunnlenska bókakaffinu kl. 19-22 við lifandi undirspil.
Píanó er á staðnum og Örlygur Benediktsson tónskáld verður söngvurum til halds og trausts með undirleik. Velkomið er að mæta með hljóðfæri og syngja við eigið undirspil eða vina. Hægt verður að nálgast sönghefti á staðnum.
Kaffi og límonaði verður til sölu á staðnum. Skráning á staðnum eða hjá Örnu: arna@eyrarbakki.is
Í Norræna húsinu og um allt land ætlar landsþekkt tónlistarfólk og áhugafólk að stíga á stokk og flytja kraftmikinn óð til náttúrunnar. Eru allir hvattir til að taka þátt og syngja sitt uppáhaldslag í stærsta karaókíi Íslandssögunnar.