Katrín Katrínardóttir er listakona aprílmánaðar í Gallery Listaseli á Selfossi.
Katrín er fædd og uppalin í smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í dag býr hún á Selfossi og þar hefur hún sína vinnustofu.
Katrín sækir innblástur sinn í mannlegar tilfinningar og birtingarmyndir þeirra og er það helsti mótunarþáttur listar hennar. Hún notar eingöngu olíumálningu á striga en þar notar hún bæði pensla og spaða.
Katrín er í mastersnámi í Listaháskóla Íslands í „list og velferð“ en á að baki farsælan feril sem leikskólakennari, klínískur félagsráðgjafi og fjölskyldumeðferðarfræðingur. Þá hefur Katrín sótt nokkur master class námskeið hjá Bjarna Sigurbjörnssyni listmálara í gegnum árin.
Katrín hefur haldið nokkrar sýningar og heildarfjöldi gesta hleypur á hundruðum.
Yfirlit sýninga:
Gallerí Grásteinn – sept 2021
Long Island (New York) júlí 2022
Ármúli 40 (RVK) – maí 2023
Heimasýning (Selfoss) – maí 2024
