Sunnudaginn 2. september 1537 undirritaði Kristján III Danakonungur nýja kirkjuskipan.
Með þeim gjörningi staðfestist að til var orðin ný kirkja sem tók við af hinni rómversk kaþólsku kirkju í öllum hans löndum og hertogadæmum.
Af þessu tilefni hefur verið ákveðið að halda málþing um kirkjuskipanina og upphaf siðbreytingarinnar á Íslandi í Skálholti þann 2. september næstkomandi.
Málþingið er hluti af dagskrá Skálholts í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar sem kennd er við Martein Lúter.
Málþingið hefst klukkan 13:00 laugardaginn 2. september og stendur til klukkan 17. Fluttir verða fjórir 25 mín. fyrirlestrar. Fyrirlesarar eru Árni Daníel Júlíusson, Þorgeir Arason, Guðrún Ása Grímsdóttir og Torfi K. Stefánssson Hjaltalín. Á milli fyrirlestranna gefst tími fyrir spurningar og viðbrögð þátttakenda. Málþingi stýrir Kristján Valur Ingólfsson.
Málþingið er öllum opið.