Hljómlistarfélag Hveragerðis býður Hvergerðingum upp á veglegan afmælisglaðning með tónlistarmanninum KK föstudaginn 15. apríl, í tilefni 70 ára afmælis Hveragerðisbæjar.
KK mun hefja heimsókn sína til blómabæjarins á því að heimsækja leikskólana Óskaland og Undraland og taka lagið fyrir nemendur og starfsfólk. Þá mun hann einnig heimsækja Dvalarheimilið Ás og taka lagið fyrir heimilisfólkið þar.
Kl. 20.00 verða svo haldnir tónleikar með KK á Hótel Örk. Frítt er inn á tónleikana og allir velkomnir, ungir sem aldnir.
Hljómlistarfélagið hvetur Hvergerðinga og nærsveitunga til að fjölmenna á tónleikana og eiga notalega kvöldstund með sextugum listamanni í sjötugum bæ.
Húsið verður opnað kl. 19.30.