Óttar Gunnlaugsson sýnir útskornar klukkur og fleiri muni í Listagjánni og útlánasal Bókasafnsins á Selfossi í október.
Óttar vann hjá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í yfir 50 ár. Þegar hann hætti þar árið 2002 vegna aldurs fór hann á útskurðarnámskeið hjá Blöku Gísladóttur og sækir enn tíma hjá henni.
Þetta er sölusýning og hún er opin á sama tíma og Bókasafnið alla virka daga frá kl. 10.00-19.00 einnig á laugardögum frá kl. 11.00-14.00.