Að vanda verður upplestur í Bókakaffinu á Selfossi fimmtudagskvöldið 8. desember. Húsið verður opnað klukkan 8 en lestur stendur frá 8:30 til 9:30.
Þeir sem lesa að þessu sinni eru Hjörtur Pálsson ljóðskáld sem sendi frá sér heildarsafn ljóða á árinu, Heiðrún Ólafsdóttir rithöfundur sem þýtt hefur bókina Zombíland sem lýsir grænlenskum samtíma, Guðmundur Óli Sigurgeirsson sem les úr bernskuminningum sínum af Rangárvöllum og síðast en ekki síst, Gísli Sigurðsson sem kynnir fræðiritið Kona kemur við sögu, sem hann hefur unnið með Svanhildi Maríu Gunnarsdóttur og fleirum. Hér skyggnast sérfræðingar Árnastofnunar í handrit og aðrar heimildir um þátt kvenna í menningu þjóðarinnar.
Ókeypis aðgangur og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Tilboð á kakói og notaleg jólastemning.