Kótelettukvöld í Þingborg

Hið stórskemmtilega Kótelettukvöld verður haldið á vetrardaginn fyrsta, laugardagskvöldið 26. október, í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi.

Húsið opnar klukkan 19:30 og hátíðin verður sett klukkan 20:00. Allur ágóði af kvöldinu rennur til Flóamannabókar en næsta bók í bókaflokknum er Villingaholtshreppurinn.

Miðaverð er 8.000 krónur og eru miða og borðapantanir hjá Guðrúnu Tryggvadóttur, 894-4448 – grenigrund@islandia.is, Sigmundi Stefánssyni, 898-6476 – sigmundurstef@gmail.com og Aðalsteini Sveinssyni, 860-7714 – adalsteinnkolsholti@gmail.com.

Matseðillinn er ekki af verri endanum, kótelettur í raspi ásamt tilheyrandi meðlæti, þökk sé íslenska bóndanum. Á eftir er boðið upp á Kjörís og kaffi en gos, rautt og hvítt og bjór er selt á barnum.

Skemmtidagskráin er glæsileg þetta kvöld. Guðni Ágústsson verður veislustjóri og Ísólfur Gylfi Pálmason slær á létta strengi, syngur og segir sögur. Tríó Guðlaugar Drafnar Ólafsdóttur frá Glóru, ásamt þeim Vigni Stefánssyni og Jóni Rafnssyni flytja mjúk og seiðandi sönglög úr ýmsum áttum.

Ekki má gleyma happdrætti kvöldsins með stórglæsilegum vinningum. Heppinn gestur mun hreppa forystugimbur frá Ytra-Álandi en meðal annarra vinninga eru hótelgjafabréf í gistingu og kvöldverð.

Fyrri greinMarkús Andri með U15 í Búlgaríu
Næsta greinReis semí upp frá dauðum