Þann 26. september kl. 20:00 verður unnt að hlusta á hinn margrómaða danska kammerkvartett Kottos í Skálholtskirkju.
Tónleikarnir í Skálholti eru þeir þriðju í þessari fyrstu Íslandsferð Kottos undir heitinu Kottos – með kraft og tilfinningu.
Tónlist Kottos er bæði sígild og þeirra eigin. Hinir fjóru margverðlaunuðu tónlistarmenn í Kottos sameinuðust um ástríðuna fyrir hinu fullkomna, því sem er öðruvísi, þjóðlagatónlistinni og tengingunni þar á milli. Með áhrifamikilli blöndu af norrænum tónlistaráhrifum sem eru fléttuð saman með áhrifum frá grískri tónlist, nær kvartettinn að skapa einstæða tónlist sem geislar af hlýju, snilld og krafti.
En tónlist Kottos ber ekki keim af hefðbundinni þjóðlagatónlist. Það má helst skilgreina hana sem tónlist frá landi sem hefur aldrei verið til.
Meðlimir Kottos eru Bjarke Mogensen, harmonikku, Josefine Opsahl, selló, Pernille Petersen, blokkflauta og Christos Farmakis, bouzouki.