Laugardaginn 12. ágúst næstkomandi klukkan 15:00 mun Kristín Ragna Gunnarsdóttir, hönnuður og teiknari, flytja fyrirlestur að Kvoslæk í Fljótshlíð og segja frá Njálureflinum.
Kristín Ragna kallar fyrirlesturinn Njálurefillinn, sköpunarferlið í máli og myndum. Hún hannaði og teiknaði Njálurefilinn, sem er 90 m langur og er nú fullsaumaður en bíður þess að verða hengdur upp þegar rými finnst fyrir hann.