Kristjana, Jónas og Ómar í Merkigili

Söngvaskáldin Uni og Jón Tryggvi halda nú af stað með eftirmiðdags-hausttónleikaröð á heimili sínu, Merkigili á Eyrarbakka.

Kristjana Stefánsdóttir, Jónas Sig og Ómar Guðjónsson ríða á vaðið í dag, sunnudaginn 11 september kl. 16.

Kristjönu þarf vart að kynna en hún hefur verið leiðandi söngkona í íslensku jazzlífi um árabil. Hún hefur að þessu tilefni fengið til liðs við sig Jónas Sigurðsson og Ómar Guðjónsson. Og lofa þau notalegum og huggulegum tónleikum við hafið á Eyrarbakka!

Ekki missa af þessum frábæra tónlistarviðburði!

Frítt inn en frjáls framlög vel þegin.

Leiðarvísir að Merkigili: Merkigil stendur við Eyrargötu á Eyrarbakka. Eyrargatan er gatan sem er nær hafinu. Fyrir framan Merkigil er minnisvarði um gömlu rafstöðina á Eyrarbakka, og er það risastórt ryðgað hjól. Merkigil er ómálað bárujárnshús með grænu þaki. Og er þetta nánast á milli kirkjunnar og sjoppunnar á Eyrargötunni. Ef þið finnið þetta ekki endilega bjallið í síma 696 5867 og við leiðum ykkur á réttan staÐ.

Fyrri greinEinn gisti fangageymslur á Selfossi
Næsta greinÁrborg tapaði síðasta heimaleiknum